HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Vesturgötuhjólreiðar 16. júlí 2016 13.júlí 2016  |  Albert Jakobsson

Vesturgötuhjólreiðar eða Svalvogahjólreiðar eru keppnisgrein á Hlaupahátíðinni í sjöunda sinn. Hjólað verður laugardaginn 16. júlí og er startað klukkan 10 frá íþróttahúsinu á Þingeyri. Keppt er í karla og kvennaflokki, einni vegalengd. Í ár verður einnig keppt í aldursflokkum og verða þeir 16-39 ára og 40 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki, óháð aldursflokkum

Vesturgötuhjólreiðarnar verða einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og eigum við von á sterkustu hjólurum landsins til keppni

Skráning er hafin á hlaupahatid.is en eftir að forskráningu lýkur er hægt að nálgast gögn og skrá sig í versluninni CraftSport við Austurveg 2 á Ísafirði fimmtudaginn 14. júlí frá 16-18 og föstudaginn 15. júlí frá 12-18. Þeir sem ekki geta sótt gögnin sín þar geta nálgast þau við startið á Þingeyri frá klukkan 9 á keppnisdaginn. Notast er viðflögur í tímatökunni og eiga keppendur að festa þær á hjólið en leiðbeiningar fylgja með gögnunum. Einnig verður númer sem keppendur festa á hjólið sitt.

Drykkjarstöðvar verða á leiðinni en keppendur fá einnig hressingu að keppni lokinni, orkudrykk frá Ölgerðinni, vatn, vöfflur og fínerí.

 

 Hjólreiðahelgi Greifans á Akureyri 2016 9.júlí 2016  |  Albert Jakobsson

 

 Það er svo mikið að gerast um Hjólreiðahelgi Greifans að öll fjölskyldan, parið eða einstaklingurinn finnur eitthvað að gera.. Það verða veitt um 100 verðlaun, allir frá gjöf frá greifanum og í sund og tugir útdráttarverðlauna í útsýnisflug, hvalasiglingu, jarðböðin, nammikörfur, hótelgistingar, Thule hjólafestingar, skráningargjald í önnur hjólamót og svo margt margt fleira.....

Ný Dönsk verður á Græna Hattinum og svo verða allir skemmtistaðir og pöbbar opnir. Og bara hjólarar á þeim öllum... Stemmingin í fyrra var frábær.

Þetta er sannarlega Hátíð eða jafnvel Útihátið Hjólreiðamanna enda afmarkað pláss fyrir Hjólara á tjaldsvæðinu...

Verðið er alltaf sanngjarnt.... afsláttarkóðar á mót hafir þú skráð þig á eitt HFA mót á fullu gjaldi, makaafsláttur, afslættir fyrir börn og unglinga hafi foreldrar keppt á móti og svo framvegis... Allt fyrir Alla

www.hjolak.is
Íslandsmeistaramót í tímatöku 2016 30.júní 2016  |  Albert Jakobsson

Okkar fólk stóð sig vel í kvöld á Íslandsmeistaramótinu. Bjarni Garðar er Íslandsmeistari karla í ITT, Margrét Páls hafnaði í öðru sæti á eftir Birnu Björns. Sæmi vann unglingaflokk í ITT. Fannar sigraði götuhjólaflokkinn og Stefán Haukur varð annar í H-40 flokki karla í ITT.
Tour of Reykjavík – hjólreiðakeppni fyrir keppnisfólk og almenning 29.júní 2016  |  Albert Jakobsson

Tour of Reykjavík er ný hjólreiðakeppni sem íþróttabandalag Reykjavíkur mun halda þann 10. september nk.

Þessi nýi íþróttaviðburður var kynntur á blaðamannafundi sem haldinn var við Hörpu í dag.

Boðið verður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum en keppnin mun hafa upphaf og endi í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið á Þingvelli eða styttri hringi Í Laugardal og í borginni.

Markmið viðburðarins er þó tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður að efla hjólreiðar á afreksstigi hér innanlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári sem vonandi mun hvetja innlent hjólreiðafólk til dáða.

Viðburðurinn er haldinn annan laugardag í september og rás- og endamark er fyrir framan Laugardalshöllina en þar safnast þátttakendur saman fyrir ræsingu. Við Laugardalshöllina verður bæði hægt að skrá sig á staðnum, nýta sér sérfræðiþjónustu starfsmanna helstu hjólaumboða og ef til vill versla það allra nauðsynlegasta. 

Leiðirnar verða kynntar þegar nær dregur mótinu sjálfu. Hægt er að fylgjast með og skrá sig á www.tourofreykjavik.is

Skráning í keppnina hefst snemma í júlí og það geta allir tekið þátt!
Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]